LAND2LF05 - Almenn landafræði
Lýsing
Landafræði : almenn landafræði
Einingafjöldi : 5
Þrep : 2
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur þekki heiminn, heimsálfurnar og lönd innan þeirra. Nemendur noti öpp og forrit til að kynnast löndum og stöðum og velji sér staði erlendis til að kynna sér betur í lokaverkefni. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og upplýsingaleit.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Heimsálfunum og löndum heims
- Mismunandi einkennum heimshluta og landsvæða
- Menningu og menningarmun milli landa og svæða
- Mismunandi náttúrufari i heiminum
- Algengustu tungumálum heimsins
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Ræða og kynna ólíkar þjóðir og lönd af umburðarlyndi og virðingu
- Afla fjölbreyttra upplýsinga og vinna með þær
- Nota þau forrit og vefi sem í boði eru við vinnslu verkefna
- Verða sjálfbjarga í að leita upplýsinga og koma þeim til skila í verkefnavinnu
- Vinna sjálfstætt og með öðrum til að koma þekkingu sinni á framfæri
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Staðsetja heimsálfur og lönd, t.d. á landakorti
- Þekkja helstu lönd og einkenni þeirra
- Bera saman menningu og siði svæða og landa heimsins