JARÐ3VE05 - Veður- og haffræð

Lýsing

Veður- og haffræði

Einingafjöldi : 5

Þrep : 3

Í áfanganum er fjallað um veður og veðurfar, m.a. geislun, hitafar, raka, úrkomu, loftþrýsting, vinda, veðurspár og veðurfar á Íslandi. Einnig er farið í haffræði, m.a. hafsvæði og hafstrauma, hafsbotninn, hreyfingar sjávar og áhrif sjávar á veður og lífsskilyrði. Einnig er fjallað um jarðveg og gróðurfar, s.s. gróður- og jarðvegsbelti jarðar, ssérkenni íslensks jarðvegs og gróðurfarsbreytingar, og áhrif gróðurs á veður og veðurfar. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • lofthjúpi Jarðarinnar, lagskiptingu hans og efnasamsetningu
  • meginflokkum loftslags, ásamt veðurfarslegum og gróðurfarslegum einkennu þeirra
  • veðrkerfum Jarðar
  • helstu sjávarstraumum og áhrifum þeirra á veðurfar
  • helstu flokkun skýja
  • helstu hringrásum í hafinu og eðliseinkennum þeirra
  • helstu gróðurbeltum jarðar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • spá fyrir um veðrabreytingar út frá veðurgögnum og eigin athugunum
  • nota veðurfarsleg gögn við flokkun loftslags
  • nota margvíslegar heimildir og gögn við uppýsingaöflun
  • meðferð tölulegra upplýsinga í töflureikni og setja þær upplýsingar fram á myndrænan hátt
  • nýta reynslu sína og þekkingu þverfaglega og beita viðeigandi vinnuaðferðum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skýra hvernig veður og loftslag hefur áhrif á umhverfi
  • skýra hvaða kraftar stýra hreyfingum lofts og áhrifum þeirra á vindhraða og vindstefnu
  • fjalla um ástand sjávar og mikilvægi þess fyrir efnaskipti og blöndun
  • fjalla um tengsl loftslags og gróðurbelta
  • vinna sjálfstætt og miðla þekkingu og leikni með öðrum