ÍÞRÓ1ÚH01 - Útivist og hreyfing

Lýsing

Íþróttir : útivist og hreyfing

Einingafjöldi : 1

Þrep : 1

Markmið námsins er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu og andlega og félagslega líðan. Kennslan byggist á því að styrkja sjálfsmynd nemanda og auka vellíðan hans með iðkun íþrótta og útivistar. Nemendum er kennt að finna álag við hæfi. Markmiðið er að nemendur átti sig á tengslum hreyfingar við lífsgæði og læri leiðir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • gildi útivistar og hreyfingar fyrir heilsu og líðan
  • samtengingu næringar og hreyfingar við stjórnun líkamsþyngdar
  • öflun og framsetningu upplýsinga af netinu og öðrum miðlum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera eigin æfingaáætlanir
  • nýta umhverfi sitt til líkamsræktar og útivistar
  • nýta tækni til greiningar á líkamlegu álagi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stunda útivist sér til heilsubótar og ánægju
  • skipuleggja eigin æfingaráætlun og vinna samkvæmt settum markmiðum
  • miðla þekkingu sinni um gildi hreyfingar og útiveru