ÍÞRÓ1ST01 - Heilsuefling með Strava
Lýsing
Íþróttir : heilsuefling með Strava
Einingafjöldi : 1
Þrep : 1
Settu þér markmið. Fylgstu með framvindu þinni. Skoðaðu nýja staði. Með forritinu Strava gefst nemendum kostur á að halda utan um og skrá niður hreyfingu sína utan hefðbundinnar íþróttakennslu. Skráning er send umsjónarkennara áfangans sem heldur utan um viðunandi hreyfingu nemandans í Innu. Miðað er við 24 klst. hreyfingu fyrir eininguna, t.d. með því að ganga um 1 1/2 klst. á viku í 16 vikur.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi hreyfingar
- áhrifum góðrar heilsugöngu á líkamann
- líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
- leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
- notkun púlsmæla og göngumæla
- gildi samvinnu, umburðarlyndis og virðingar
- forvarnargildi líkamsræktar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- ganga og velja sér góðar gönguleiðir
- hreyfa sig til heilsubótar og ánægju
- nýta sér tæknina til hvatningar á aukinni hreyfingu
- taka tillit annarra og hvetja þá
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
- sýna öðrum virðingu við leik, keppni, nám og störf
- vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
- styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í greininni
- gera hreyfingu að lífsstíl