ÍÞRÓ1LH01 - Lífsstíll og heilsa

Lýsing

Íþróttir : lífstíll og heilsa

Einingafjöldi : 1

Þrep : 1

Í áfanganum er fjallað um næringu og mataræði og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann. Fjallað er um hvað felst í hollri og góðri næringu með tilliti til bæði íþrótta og daglegs lífs. Þá verða nemendur fræddir um gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti tengda skipulagi þjálfunar þar sem nemendur fá að gera eigin þjálfunaráætlun. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar, svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og eru hvattir til að tengja tölvu- og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að eigin áætlanagerð. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • flokkun næringarefna í fæðunni
  • mismunandi áhrifum næringarefna og mataræðis á líkamann
  • skaðlegum áhrifum áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á líkamann

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meta eigin líkamsástand
  • skipuleggja sína eigin þjálfun byggða á getu sinni og áhuga
  • meta næringagildi helstu matvæla

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann
  • skilja gildi fjölbreyttrar næringar og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann
  • nýta sér eigin þekkingu til að móta og framkvæma eigin þjálfunaráætlun
  • nýta sér upplýsingatækni við áætlanagerð í líkams- og heilsurækt og mat á eigin líkamsástandi