ÍÞRÓ1HL02 - Almenn heilsu- og líkamsrækt

Lýsing

Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Hann felur í sér markvissa fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn kynnist fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu við æfingar að nemandi finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Áfanginn miðar að markvissri fræðslu um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatningu til heilbrigðari lífshátta.