ÍSLE3YL05 - Íslenska - yndislestur

Lýsing

Íslenska : yndislestur

Einingafjöldi : 5

Þrep : 3

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreyttar bókmenntir. Nemendur velja af lista bókmenntaverk sem höfða til þeirra og setja sjálfir saman lesáætlun annarinnar í samráði við kennara.
Nemendur halda lesdagbók/vangaveltubók þar sem kemur fram hugleiðing þeirra og túlkun um bókmenntaverkin.
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi 6 til 20 bækur, það fer eftir því hvers konar bækur þeir hafa valið á listann. Nemendur velja eitt verk til að leita heimilda og kynna sér sérstaklega.
Nemendur þjálfast í að fjalla um og kynna viðfangsefni sín munnlega. Nemendur gera grein fyrir öllum bókmenntaverkum í samtali við kennara.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
  • grunnhugtökum í bókmenntafræði
  • orðaforða sem nægir til að fjalla um helstu bókmenntaverk

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
  • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu
  • koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • skilja og nota algeng stílbrögð og málsnið í tal- og ritmáli
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • flétta saman eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
  • kynna af öryggi og túlka þær bókmenntir sem lesnar eru

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • túlka og bera saman bókmenntaverk
  • setja fram skýran og vel uppbyggðan texta
  • styrkja eigin málfærni og framsetningu talað máls
  • tjá rökstudda afstöðu
  • túlka texta og draga ályktanir af honum þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu