ÍSLE3NB05 - Íslenska - nútímabókmenntir
Lýsing
Íslenska : nútímabókmenntir
Einingafjöldi : 5
Þrep : 3
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist nútímabókmenntum frá 20. öld, með áherslu á seinni hluta 20. aldar og fram til dagsins í dag. Nemendur lesa skáldsögur, smásögur og ljóð tímabilsins og vinna fjölbreytt verkefni í ræðu og riti.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
- ritgerðarsmíð og heimildavinnu
- helstu einkennum íslensks máls sem nýtast honum í ræðu og riti
- orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
- helstu bókmenntastefnum sem tengjast viðfangsefninu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skrifa ritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og vandaðan hátt í blæbrigðaríku máli
- ganga frá texta til birtingar
- nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra
- skilja og nota viðeigandi stílbrögð og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
- nýta sköpunargáfu við vinnslu skapandi verkefna
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- túlka og bera saman bókmenntaverk og setja þau í sögulegt samhengi
- skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
- velja ritstíl sem hæfir aðstæðum og viðtakendum
- leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra
- tjá rökstudda afstöðu
- taka virkan þátt í umræðum