ÍSLE2RM05 - Íslenska - málnotkun og íslensk málsaga

Lýsing

Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Fjallað verður um sögu íslensks máls, skyldleika við önnur tungumál og helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar. Nemendur nota grunnhugtök bókmenntafræði til að greina texta frá ýmsum tímum og huga að stíl og stílbrigðum. Lesnar verða smásögur og bókmenntatextar frá ýmsum tímum og fjallað um þá. Nemendur eru þjálfaðir í setningafræði, greinarmerkjasetningu og stafsetningu eftir því sem þörf krefur. Kenndur er frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna. Þjálfun í tjáningu verður markviss og áhersla er lögð á framsögn við ýmiss konar tækifæri.