ÍSLE2RL05 - Ritun og tjáning

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á lestur, hlustun, ritun og tjáningu. Unnið er með fjölbreytt efni með það að markmiði að efla kunnáttu í textagreiningu og efla áhuga á lestri. Lögð er áhersla á að nemandi geti skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi. Ritun er þjálfuð, allt frá fyrstu hugmyndum til fullbúins texta. Tjáning er þjálfuð með kynningum og þátttöku í umræðum. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að viðameiri verkefnum, svo sem þematengdu efni að eigin vali o.fl., sem felur í sér öflun upplýsinga í gegnum margmiðlunarefni, á bókasafni og á netinu.