ÍSLE1LM05 - Læsi, lýðræði, mannréttindi og bókmenntir

Lýsing

Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn lýðræði og mannréttindi verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Sjálfshjálparbækur, íslensk tónlist og fjölbreytt verkefni verða nýtt í kennslunni. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hugtakinu lýðræði og taka afstöðu til siðferðilegra álitamála, s.s. mannréttinda, samábyrgðar, meðvitundar og virkni borgaranna til þátttöku í að móta samfélag sitt og hafa áhrif. Gert er ráð fyrir því að nemendur læri um lýðræði í lýðræði

Slóð á áfanga í námskrá