ÍSLA2ÍB05 - Íslenska sem annað tungumál framhald

Lýsing

Íslenska sem annað tungumál framhald

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Unnið er út frá eftirfarandi grunnhugmyndum: 1)Að verða hluti af samfélaginu 2)að tileinka sér nýtt tungumál og 3) að kynnast nýjum menningarheimi. Unnið er með eitt þema. Málfræði Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem efla málvitund og málfræðiskilning. Málnotkun Nemendur þjálfast í að beita málinu með því að fjalla um efni tengt þema áfangans. Skrifleg og munnleg verkefni.Ritun Nemendur þjálfast í ritgerðasmíð og uppsetningu ritgerða og nytjatexta. Uppbygging efnisgreina þjálfuð.Tjáning Nemendur fjalla munnlega um efni tengt þema annarinnar. Nemendur taka þátt í samræðum með kennara í minni hópum.Lestur Nemendur lesa stutta bókmenntatexta og nytjatexta Unnið er með orðabækur. Nemendur vinna með leiðréttingaforrit svo og handbækur um ritun og frágang. Áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Kennsluaðferðir og verkefnavinna er fjölbreytt.

Þekkingarviðmið

  • Nemandi hafi aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • helstu málfræðihugtökum og ritreglum
  • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
  • grunnreglum í ritun
  • grunnhugtökum og -reglum í ritgerðasmíð
  • nokkrum grunnhugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • að nýta grunnreglur í málfræði og málnotkun í riti og ræðu
  • að skrifa ýmsar tegundir nytjatexta í samfelldu máli þar sem framsetning er skýr og skipulögð.
  • að draga saman aðalatriði í fyrirlestrum og ritmáli
  • að leita upplýsinga úr heimildum og nýta sér sér til gagns
  • að taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni
  • að lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda og skilja algengt líkingamál og orðatiltæki

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • forðast algengustu málvillur í riti og ræðu
  • rökstyðja eigin skoðanir á málefnalegan hátt
  • túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum eða annars konar frásögnum
  • efla sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum
  • efla ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfum sér, námi sínu og umhverfi
  • ná góðu valdi á íslenskum framburði