IÐTE3VC04 - Iðnteikning 3 - tölvuteikning framhald

Lýsing

Iðnteikning 3 – tölvuteikning framhald

Einingafjöldi : 4

Þrep : 3

Nemendur öðlast frekari færni í tölvuteikningu með áherslu á gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar. Þeir fá þjálfun í fríhendisteikningu með áherslu á rissmyndir. Nemendur verða færir um að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Þeir geta teiknað og útfært smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppbyggingu rissmynda og gildi þess að vinna rissmyndir til skýringa á hugmyndum.
  • stöðlum sem gilda um teikningagerð, táknum og merkingum á teikningum og mælikvörðum sem algengir eru í smíða- og lagnateikningum.
  • strikagerðum og strikaþykktum á teikningum og merkingum þeirra.
  • reglum um málsetningar teikninga og notkun teiknileturs.
  • framsetningu sniða og varpana.
  • skástrikunum.
  • grundvallarreglum við gerð útflatningsteikninga og ísómetrískra teikninga og kerfismynda.
  • gerð samsettra teikninga og íhlutalista þeirra.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • rissa upp einfaldar þrívíðar myndir af smíðahlutum.
  • skýra með teikningum hugmydir um útlit og tilgang einfaldra smíðahluta.
  • staðsetja teikningu, ákvarða hæfilegan mælikvarða og aðra uppsetningu.
  • setja inn nauðsynleg snið og málsetja teikningu svo hægt sé að smíða hlutinn.
  • teikna stöðluð form fyrir staðlaða íhluti samkvæmt upplýsingum framleiðenda.
  • teikna einstaka vélahluta og samsettar myndir samkvæmt fyrirmælum.
  • teikna hluti sjálfstætt samkvæmt skriflegum leiðbeiningum, velja íhluti og málsetja.
  • gera efnis- og tækjalista eftir teikningum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna sjálfstætt.
  • beita þeim vinnuaðferðum sem krafist er við gerð vélateikninga og þjálfaðar hafa verið í áfanganum.