IÐTE2VB04 - Iðnteikning 2 - tölvuteikning grunnur
Í áfanganum fer fram kynning á notkun helstu teikniforrita sem notuð eru í tölvum. Lögð er áhersla á að efla skilning nemenda á rýmum út frá tvívíðum og þrívíðum teikningum. Nemendur læra grunnskipanir teiknikerfa með æfingum á tölvu og kynnast undirstöðu tölvuteikninga í teiknikerfum. Þeir þjálfast í að teikna vinnuteikningar í teikniforriti. Auk þess læra þeir að mæla upp hluti og teikna síðan á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna. Lögð er áhersla á þjálfun í lestri teikninga og mælikvarða, vinnu eftir málum og teiknireglum, notkun lagskiptinga, línugerða og merkinga sem og skölun teikninga og uppsetningu teikninga. Þá læra nemendur að setja saman og ganga frá vönduðum teikningum málsettum til útprentunar og vistunar.
Slóð á áfanga í námskrá