HREI2PL03 - Hreinlætistæki
Í áfanganum er fjallað um helstu hreinlætis- og þvottatæki sem notuð eru á heimilum, stofnunum og vinnustöðum, hvernig á að tengja þau og festa og hvaða ráðstafanir þarf að gera við tengingu þeirra til að koma í veg fyrir vatnsskaða. Blöndunartæki, bæði handvirk og sjálfvirk eru kynnt, þau síðarnefndu eru tekin sundur og sett saman til að kynna virkni þeirra. Ýmis sértæki eru kynnt s. s. sorpkvarnir við eldhúsvaska og dælur við salernisskálar og þvottavélar. Nemendur fá innsýn í uppsetningu og tengingu á heitum pottum og farið vel yfir hvernig þær tengingar eiga að vera til að tryggja öryggi. Áhersla er lögð á að lesa vel leiðbeiningar með tækjum áður en tæki eru tengd og gangsett.
Slóð á áfanga í námskrá