HLOE2MR03 - Hleðsla og opin eldstæði
Í áfanganum læra nemendur um hleðslu húsa og byggingarhluta úr tígul‐, mát‐ og holsteini og gerð plastkubbahúsa. Fjallað er um undirstöður undir hleðslu, helstu útfærslur, hleðslumynstur, bindingar, fúgun og annan frágang. Nemendur læra um einfalda og tvöfalda veggi með og án rakasperru og einangrunar, frágang í kringum glugga‐ og hurðaop, sperrufestingar, hleðslukápur á einingahús, gerð arna úr eldföstum steini og tilbúnum einingum m.m. Jafnframt er komið inn á gerð og hleðslu skorsteina og uppbyggingu þeirra. Kennslan er bæði bókleg og verkleg þar sem lögð er áhersla á að nemendur læri helstu grunnatriði og vinnuaðferðir
Slóð á áfanga í námskrá