HBFR1PH02 - Persónulegt hreinlæti

Lýsing

Heilbrigðisfræði með áherslu á persónulegt hreinlæti

Einingafjöldi : 2

Þrep : 1

Starfsbrautaráfangi

Lögð er áhersla á að nemandinn öðlist grunnþekkingu í heilbrigðisfræði með áherslu á persónulegt hreinlæti. Unnið verður með þætti sem auka færni nemandans í að taka ábyrgð á eigin líkama og líferni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Persónulegu hreinlæti og miklvægi þess í daglegu lífi
  • Samspili hreinlætis og líðan almennt
  • Hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin hreinlæti og snyrtimennsku
  • Áhrifum lifnaðarhátta á líðan
  • Sjálfum sér sem kynveru og ábyrgðinni sem því fylgir

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Stunda ábyrga lífshætti
  • Þekkja helstu þætti er varða persónulegt heilbrigði
  • Þekkja og greina hollar lífsvenjur og næringu
  • Þekkja eigin líkama og taka mark á skilaboðum frá honum
  • Að sinna eigin hreinlæti
  • Viðhafa ábyrga kynhegðun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Að bera ábyrgð á eigin lífi
  • Viðhafa persónulegt hreinlæti
  • Viðhalda almennri vellíðan
  • Viðhalda og bæta eigin heilsu
  • Stunda hollt líferni
  • Stunda ábyrga kynhegðun