HBFR1HH05 - Heilbrigðisfræði
Lýsing
Heilbrigðisfræði : forvarnir, heilbrigðisvandamál, heilbrigðisþjónusta
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Í áfanganum er heilbrigðishugtakið skilgreint. Lögð er áhersla á hlutverk og sögulega þróun heilbrigðisfræði og áhrif hennar á nútíma heilbrigðismál. Fjallað er um helstu heilbrigðisvandamál í nútíma samfélagi og forvarnir gegn þeim. Áhersla er lögð á forvarnarstarf gegn sjúkdómum og slysum, áhættuþætti sem þeim tengjast og hvernig einstaklingar geta haft áhrif á eigið heilbrigði. Fjallað er um skipulag heilbrigðisþjónustunnar og helstu stofnanir, sem móta stefnu í forvörnum, heilsueflingu og heilbrigðisfræðslu. Einnig er fjallað um smitsjúkdómavarnir, kynsjúkdómavarnir, tóbaksvarnir, áfengis- og vímuefnavarnir, geðvernd, beinvernd og mæðra- og ungbarnavernd. Fjallað er um umhverfisheilbrigðisfræði og tengsl mengunar og sjúkdóma skoðuð ásamt helstu mengunarvörnum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- heilbrigðishugtakinu
- sögulegri þróun heilbrigðisfræði og áhrifum á heilbrigðismál
- helstu heilbrigðisvandamálum í nútíma samfélagi og forvörnum gegn þeim
- uppbyggingu og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi
- aðferðum og aðgerðum sem stuðla að heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma
- ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu
- helstu umhverfisþáttum sem ógnað geta heilbrigði
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lýsa uppbyggingu og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi
- afla á fjölbreyttan hátt þekkingar um aðgerðir og aðferðir sem stuðla að slysavörnum, heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma
- sýna í verki að hann tekur ábyrgð á eigin heilsu
- gera grein fyrir umhverfisþáttum sem geta ógnað heilbrigði manna
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra heilbrigðishugtakið út frá mismunandi menningarheimum
- greina samspil lífsstíls og heilsu
- greina eigin lífsstíl og áhættuþætti tengda honum
- álykta um áhrif heilbrigðisfræðinnar á þróun heilbrigðismála í nútímanum
- miðla á skapandi hátt upplýsingum um helstu heilbrigðisvandamál og forvarnir þeirra