HAGF2AR05 - Rekstrarhagfræði 1
Í þessum áfanga er fjallað um grunnatriði í rekstri fyrirtækja og umhverfi þeirra. Lögð er áhersla á að veita nemendum yfirsýn yfir fyrirtæki sem efnahagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki. Til þess að nemendur öðlist skilning á eðli og uppbyggingu fyrirtækja er farið yfir helstu þætti er varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Einnig kynnast nemendur flokkun atvinnugreina, stefnumótun, markmiðssetningu, kostnaðargreiningu, starfsgrundvelli og grunnþáttum stefnumótunar og markaðsfræði.
Slóð á áfanga í námskrá