GRTE1FF05 - Grunnteikning 1 - fallmyndun
Lýsing
Grunnteikning 1 : fallmyndun, fríhendisteikning, teikniskrift, ásmyndun
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í tvo megin efnisþætti. Í fyrri efnisþætti læra nemendur fallmyndun og í þeim seinni ásmyndun og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestur teikninga og fái grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og þrívíðra rissteikninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í teiknifræðum og lestri vinnuteikninga.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- gerð fallmynda
- gerð sneiðmynda á einföldum hlutum
- vinnulagi við gerð einfaldra vinnuteikninga, svo sem málsetningu, mælikvörðum, myndröðun, staðsetningu teikninga á blaði, línugerðum og merkingu þeirra og styttingu flata og kanta
- teikniáhöldum og tilgangi þeirra
- teikningu ásmynda
- málsetningu ásmynda
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota teikni- og mæliáhöld
- teikna einfaldar fallmyndir og sneiðmyndir samkvæmt viðurkenndum stöðum og venjum
- lesa og skilja einfaldar vinnuteikningar
- skrifa teikniskrift
- teikna fríhendis
- teikna ásmyndir af einföldum hlutum samkvæmt reglum, stöðlum og venjum
- málsetja ásmyndir fríhendis
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- lesa einfaldar fagbundnar teikningar á sviði hönnunnar og iðngreina
- skipuleggja, teikna og miðla á skilvirkan hátt einföldum fallmyndum
- skipuleggja, teikna og miðla á skilvirkan hátt einföldum fríhendisteikningum
- leggja stund á frekara nám í teiknifræðum