FJÁR1FD05 - Fjármálalæsi daglegs lífs
Í áfanganum er lögð áhersla á að gera nemendur læsa á þá þætti fjármála sem snerta hinn almenna borgara. Þjálfuð er notkun reiknivéla og tölvuforrita sem tengjast rekstri einstaklings og heimila. Farið er í launaútreikninga, skattaskil og frádrátt, rekstur heimilis, bíls og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sem nemendur þurfa í framtíðinni að takast á hendur. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði verða til umfjöllunar auk þess sem nemendur verða þjálfaðir í gerð ferilskrár og starfsumsókna. Fjallað er um upplýsingaleit og skipulag gagna í tölvu, netöryggi, persónuvernd og vírusvarnir. Sérstaklega er rætt um persónuupplýsingar á netinu, t.d. hvaða persónulegu upplýsingar ber að varast að setja á netið eða upplýsa um á spjallrásum