Lýsing
Félagsfræði : Afbrotafræði
Einingafjöldi : 5
Þrep : 3
Aðalumfjöllunarefnið eru afbrot. Farið verður í hugtakið frávik og fjallað um ólíkar tegundir frávika. Spurningunni af hverju einstaklingar fremja afbrot verður velt upp. Hvaða brot eru algengust og hvaða áhrif refsingar hafa á afbrot. Mismunandi tegundir afbrota verða ræddar. Kenningar í afbrotafræði eru notaðar til að auka skilning á viðfangsefninu. Fjallað verður um afbrot í sögulegu samhengi, jafnt á Íslandi sem og erlendis. Viðmið og gildi ólíkra þjóðfélaga til afbrota tekin fyrir.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum afbrotafræðinnar
- afbrotaflokkum og tegundum refsinga
- helstu kenningum í afbrotafræði
- afleiðingum og kostnaði samfélaga vegna afbrota
- völdum rannsóknarniðurstöðum innan afbrotafræðinnar
- tengslum afbrotafræði við aðrar greinar félagsvísindanna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita vinnubrögðum félagsvísinda
- miðla þekkingu sinni á fjölbreyttan og skipulegan hátt
- vinna með heimildir og að nota APA kerfið
- lesa og túlka fræðilegar rannsóknarniðurstöður
- afla upplýsinga sem tengjast afbrotum og geta greint þær
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina eðli ólíkra afbrota ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
- rökræða um málefni tengd afbrotafræði ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
- leggja sitt af mörkum til að vinna gegn fordómafullri umræðu tengdri afbrotum á Íslandi ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
- gera greinarmun á aðstæðum á Íslandi og erlendis ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
- setja sig í spor frávika til að öðlast skilning á mismunandi aðstæðum fólks ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn