FÉLA2SF05 - Félags- og fjölmiðlafræði
Í áfanganum er fjallað um tilurð og tilgang fjölmiðla í samfélaginu. Reifaðar eru kenningar og rannsóknir um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga. Fjallað er um hvern fjölmiðlaflokk fyrir sig, blöð og tímarit, ljósvakamiðla og netmiðla með sérstöku tilliti til fréttaflutnings í nútímasamfélagi og meðhöndlun þeirra á upplýsingum. Áfanganum er ætlað að auka skilning nemenda á fjölmiðlum í heild sinni og áhrifum þeirra til þess að þeir geti myndað sér rökstuddar skoðanir á upplýsingum sem fjölmiðlar birta.