ERAS2WE02 - Erasmus verkefni - vatn sem frumauðlind jarðar

Lýsing

Erasmus verkefni - Water As The elemental resource for Earth’s Resilience

Einingafjöldi : 2

Þrep : 2

Áfanginn er hluti af Erasmus verkefni sem skólinn er þátttakandi í ásamt skólum frá Spáni og Ítalíu og munu nemendur heimsækja eina þátttökuþjóð. Þema verkefnisins er vatn, hvernig við nýtum það, hvernig skortur á vatni hefur áhrif á nærsamfélagið og fleira tengt þessari undirstöðu alls lífs á jörðinni. Borið verður saman ólíkar aðstæður þátttökulandanna þegar kemur að vatni og er sérstaklega fókusað á afleiðingar hnattrænna breytinga. Unnin eru hópaverkefni sem eru síðan kynnt í heimsóknum þar sem unnið er með ólík þemu tengdum umfjöllunarefninu. Einnig kynnast nemendur ólíkri menningu og náttúru þátttökulandanna ásamt skólamenningu sem einkennir hvert land fyrir sig. Nemendur taka á móti gestum frá Spáni og Ítalíu og kynna þeim fyrir samfélaginu, menningunni og nánasta umhverfi þar sem áhersla er lögð á nýtingu vatns á Íslandi og hvað er hægt að gera þegar kemur upp vatnskortur.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orsök og afleiðingar loflagsbreytinga og hnattrænnar hlýnunar
  • uppruna og dreifingu neysluvatns í þátttökuþjóðum
  • þeim áhrifum sem vatnskortur hefur á umhverfið
  • eigin áhrifum á umhverfið

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • taka þátt í hópaverkefnum með fólki af öðru þjóðerni og með aðra menningu
  • vinna með og tjá sig bæði munnlega og skriflega á ensku
  • afla sér upplýsinga um náttúru, vatnsnýtingu og ólíkar áskoranir í þátttökulöndum
  • hugsa um eigið vistspor og annarra
  • takast á við mismunandi aðstæður

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka þátt í samstarfsverkefni á vegum skólans
  • íhuga eigið vistspor og leiðir til að minnka þau eða bæta fyrir þau
  • koma þekkingu sinni og skilningi á framfæri á margvíslegan hátt
  • geta borið saman ólík lönd og þjóðir, menningu þeirra og ólíkar aðstæður vegna náttúrufars