ENSK3MB05 - Enska Bókmenntir og menning enskumælandi landa
Fjallað verður um breskt og bandarískt samfélag, alþjóðleg áhrif og útbreiðslu enskrar tungu. Í tengslum við það verður unnið með fjölbreytt efni, s.s. bókmenntir, kvikmyndir, fréttir, heimildamyndir og ýmiskonar texta. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur vinni með fjölbreyttari og flóknari texta en áður. Þeir halda áfram að tileinka sér nýjan orðaforða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að viðameiri verkefnum, svo sem þematengdu efni að eigin vali o.fl., sem felur í sér öflun upplýsinga í gegnum margmiðlunarefni, á bókasafni og á netinu. Áhersla er lögð á fjölbreytt verkefni þar sem nemendur hafa val um form verkefnaskila.