ENSK2TM05 - Enska , menning, tjáning og skapandi skrif
Áhersla er lögð á fjölbreytta málnotkun og að auka skilning nemenda á talaðri og ritaðri ensku. Þeir verða þjálfaðir í að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur lesa fjölbreytta texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Unnið verður með málefni líðandi stundar, kvikmyndir, heimildamyndir, bókmenntir o.fl. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að stærri verkefnum sem fela í sér upplýsingaöflun svo sem ritgerðum og kynningum á þematengdu efni. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi.