ENSK2HÆ04 - Hlutverkaspil og ævintýri
Lýsing
Enska : Hlutverkaspil og ævintýri
Einingafjöldi : 4
Þrep : 2
Nemendur auka skilning og færni í samskiptum á ensku með því að taka þátt í hlutverkaspilum sem fara fram á ensku. Þegar ekki er spilað kynnast nemendur helstu heimum úr ævintýrabókmentum, kvikmyndum og öðru menningarlegu efni. Þegar önninni lýkur eiga nemendur að hafa fengið ríka reynslu á að stunda samskipti á ensku um ævintýratengd málefni sem og að hafa aukið orðaforða sem tengist því að leysa úr áskorunum og vinna með öðrum.