ENSK1TÖ04 - Enska í tölvuleikjum
Lýsing
Enska : Enska með áherslu á tölvuleiki
Einingafjöldi : 4
Þrep : 1
Starfsbrautaráfangi
Unnið verður með tölvuleiki sem kennarinn velur í samráði við nemendur og aðra fagaðila sem þekkja vel til. Nemendur skiptast á að spila leikina en allir fylgjast með og öll ný orð og hugtök eru skráð niður og lögð á minnið. Kennarinn velur leikina með það í huga að nemendurnir þurfi bæði að nýta sér ritun og lestur til þess að komast áfram í leiknum og samhliða eflir nemandinn ensku kunnáttu sína.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Þeim orðaforða sem kemur fram í tölvuleikjunum
- Ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
- Kostum þess að vera vel læs á enska tungu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Fylgja fyrirmælum sem koma fram í tölvuleikjum
- Nýta sér upplýsingar á stafrænum miðlum
- Taka þátt í umræðum
- Lesa upp og/eða tjá sig fyrir framan aðra
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin hæfni í tölvuleikum
- Efla eigið tölvulæsi
- Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í tölvuleikjum
- Þekkja muninn á því sem er raunverulegt og óraunverulegt
- Lesa í leik- og samskiptareglur