ENSK1SF04 - Ensk sagnfræði

Lýsing

Enska : Enska með áherslu á sagnfræði 

Einingafjöldi : 4

Þrep : 1

Starfsbrautaráfangi

Unnið verður með ensku á fjölbreyttan hátt eftir stöðu hvers og eins. Nemendur munu vinna verkefni og lesa texta sem tengjast nokkrum merkum atburðum í mannkynssögunni. Notað verður aldursmiðað efni við hæfi hvers og eins sem gefur innsýn í mannkynssöguna. Áhersla er á að námið verði áhugahvetjandi og að nemendur geti í leiðinni fræðst um og rifjað upp merka atburði í mannskynssögunni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugtakinu mannkynssaga
  • Að sagan hefur áhrif á okkur öll
  • Ólíkum æviskeiðum manna
  • Mikilvægi tjáningar og hlustunar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Að reynsla forfeðra okkar getur nýst okkur í nútímanum
  • Átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
  • Að hægt er að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt
  • Tjá sig í mæltu og/eða rituðu máli
  • Taka þátt í umræðum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Átta sig á mikilvægi þess að kunna skil á helstu þáttum mannkynssögunnar
  • Virða reynslumeira og eldra fólk
  • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • Taka þátt í umræðum um sögulega atburði