EFRÆ1EF05 - Efnisfræði byggingagreina

Lýsing

Efnisfræði byggingagreina

Einingafjöldi : 5

Þrep : 1

Í áfanganum fá nemendur yfirsýn yfir helstu efni og efnisflokka sem notaðir eru við bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á rétt efnisval fyrir ákveðin verk og umhverfi. Fjallað er um tré sem smíðaefni og uppbyggingu þess, plötuefni, festingar, steinsteypu, múr og múrefni, málma og bendistál, pípulagnaefni, plastefni, málningar- og spartlefni, fúgu- og þéttiefni, lím, einangrun, gler, þakefni, klæðningarefni, gólfefni og veggfóður. Gerð er í grófum dráttum grein fyrir uppruna efnanna, flokkun þeirra, merkingum, eiginleikum og hlutverki.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • meðhöndlun almennra byggingarefna og notkunarsviði þeirra
  • flokkun byggingarefna og gæðum eftir tegundum
  • áhrifum tilbúinna efna á umhverfið (umhverfisáhrifum)
  • helstu viðartegundum og notkun þeirra í smíðavinnu
  • uppbyggingu og eiginleikum helstu viðartegunda
  • flokkun og notkun byggingatimburs hér á landi
  • meðferð og geymslu á timbri og trévörum
  • gagnvörðu timbri og notkunarsviði þess
  • mismunandi plötuefni sem notað er í gróf- og fínsmíði
  • helstu gerðum krossviðar og notkun hans í gróf- og fínvinnu
  • helstu gerðum spónaplatna og notkunarsviði þeirra
  • trétrefjaplötum og notkunarsviði þeirra
  • plötu- og klæðningaefnum úr plasti, málmum og gipsi
  • framleiðslu, uppbyggingu og notkun viðarspóns
  • algengustu viðarlímtegundum og notkunarsviði þeirra
  • steinsteypu og öðrum byggingarefnum úr steinefnum
  • flokkun og eiginleikum jarðefna til bygginga- og mannvirkjagerðar
  • samsetningu, hörðnun og flokkun steinsteypu
  • steypustyrktarjárni og tilgangi þess í steinsteypu
  • múr og múrblöndum og flokkun þeirra
  • milliveggjaplötum og hleðslusteini og notkunarsviði þeirra
  • gerð og notkun náttúrusteins og flísa á yfirborðsfleti
  • meðferð og notkunarsviði flotefna og þunnhúðunarefna
  • algengustu efnum og lagnaútfærslum í pípulögnum
  • helstu tegundum málmröra sem notuð eru í pípulögnum
  • algengustu plastefnum sem notuð eru í vatnslagnakerfi
  • helstu gerðum tengja og tengiaðferðum fyrir mismunandi efni
  • málningar-, þétti-, spartl- og viðgerðarefnum sem notuð eru í byggingariðnaði
  • samsetningu og eiginleikum málningar, lakk- og bæsefna
  • hlutverki, flokkun og eiginleikum þéttiefna og spartla
  • eiginleikum, flokkun og notkunarsviði mismunandi viðgerðarefna
  • merkingum og áhættuflokkum málningar-, þétti- og viðgerðarefna
  • algengustu gerðum gólfdúka og gólfflísa
  • samsetningu og notkunarsviði korks og korkflísa
  • einangrunarefnum og einangrunargleri
  • muninum á hita-, hljóð- og rakaeinangrun
  • algengustu einangrunarefnum og eiginleikum þeirra
  • framleiðslu og flokkun á einangrunargleri
  • förgun byggingarefna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • velja efni miðað við notkunargildi og aðstæður
  • lesa flokkun efna (t.d. frá framleiðendum)
  • velja þau efni sem við eiga og henta hverju sinni
  • greina hvaða efnum má blanda saman og hverjum ekki

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • velja tré og annað byggingarefni fyrir mismunandi verkefni innanhúss og utan