EFNA3JL05 - Lofttegundir, oxun og afoxun
Lýsing
Efnafræði : lofttegundir, oxun og afoxun
Einingafjöldi : 5
Þrep : 3
Í þessum áfanga sem er á 3. þrepi er aukin áhersla á að nemendur geti nýtt sér markvisst fyrri þekkingu, sýni sjálfstæðari vinnubrögð og tengi saman fleiri og flóknari efnisþætti. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: efnafræði lofttegunda, jafnvægi í efnahvörfum, sýrur og basar, jafnalausnir, títranir og leysnimargfeldi, orka í efnahvörfum og oxun og afoxun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- efnafræði lofttegunda
- jafnvægi í efnahvörfum
- efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum
- efnafræði lausna, jafnalausnum, títrunum og leysnimargfeldi
- oxun og afoxun
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota jafnvægisfasta og jafnvægisstyrki til útreikninga
- vinna með flóknari útreikninga tengda sýrum og bösum en áður
- reikna orkubreytingar í efnahvörfum og tengja saman orkubreytingar og jafnvægisástand
- vinna með oxun og afoxun efna í tengslum við rafefnafræði
- sýna sjálfstæði við framkvæmd verklegra æfinga og og vinna úr niðurstöðum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tengja saman efnisþætti efnafræðinnar við lausn flókinna verkefna
- leggja mat á áreiðanleika niðurstaðna rannsókna sinna og annarra
- axla ábyrgð á eigin námsframvindu og sjálfstæði í vinnubrögðum
- nýta sér flókinn texta og gögn á markvissan hátt
- nýta þekkingu úr efnafræði til að taka ákvarðanir, mynda sér skoðanir og taka þátt í rökræðum sem byggja á þekkingu í efnafræði
- meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
- tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar