EFNA2EE05 - Atóm, frumefni, efnasambönd og efnahvörf

Lýsing

Efnafræði : atóm, frumefni, efnasambönd og efnahvörf

Einingafjöldi : 5

Þrep : 2

Í þessum fyrsta áfanga í efnafræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum efnafræðinnar. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í þessari grein. Nemendur vinna saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: hrein efni og efnablöndur, eiginleikar efna, mælistærðir og tölur, markverðir tölustafir og óvissa, uppbygging atóma, jóna og sameinda, efnatákn og helstu efnabreytingar, lotukerfið, nafnakerfi ólífrænna efna, mólhugtakið, hlutföll í efnajöfnum, helstu tegundir efnabreytinga, styrkur lausna og þynningar, rafeindaskipan atóma og jóna.
 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppbyggingu atómsins, og samspili öreinda (róteinda, nifteinda og rafeinda)
  • lotukerfinu og hvernig er hægt að nota það til að átta sig á hvarfeiginleikum atóma
  • rafeindaskipan atóma, rafeindahvelum, gildisrafeindum og hvernig það kemur saman við lotukerfið
  • mismunandi gerðum af efnatengjum, jónatengjum, samgildum tengjum, skautuðum samgildum tengjum, málmtengjum, Van der Waals tengjum og vetnistengjum
  • efnajöfnum og varðveislu atóma í efnahvörfum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
  • setja upp og stilla efnajöfnur
  • aðgreina efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
  • beita mólhugtakinu og tengja það hlutföllum í efnajöfnum
  • nota lotukerfi , m.a. til að spá fyrir um hleðslu jóna
  • segja til um eiginleika einstaka frumefna

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu ...sem er metið með... reglulegum verkefnaskilum
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í efnafræði ...sem er metið með... verklegum æfingum umræðum, heimadæmum og prófi
  • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar ...sem er metið með... umræðum og verkefnum