EÐLI2AV05 - Afl- og varmafræði
Í þessum áfanga vinna nemendur með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum afl- og varmafræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í náttúruvísindum. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Einingakerfi og meðferð eininga í útreikningum, mæling lengdar, tíma og massa, lýsing hreyfingar eftir beinni línu, hreyfilögmál Newtons, núningskraftar, samband vinnu og mismunandi orkuforma, varðveislulögmál orku, skriðþungi og varðveisla hans í línulegum árekstrum, þrýstingur í vökvum og lofttegundum, hiti og hreyfing efniseinda, ástandsjafna lofttegunda, varmaorka og varmaleiðni, varmarýmd, eðlisvarmi og fasaskipti. Áhersla verður lögð á að tengja verkefni við reynslu nemendanna og daglegt líf.