DANS1DL05 - Danska - daglegt líf
Í áfanganum er lögð áhersla á að byggja grunn í tungumálinu. Efni áfangans fjallar um daglegt líf og markmiðið er að styrkja alla færniþætti tungumálsins. Tal: Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að tala einfalda dönsku. Hlustun: Nemendur vinna með hlustun sem tengist þeirra áhugasviði og daglegu lífi. Ritun: Nemendur skrifa stutta texta eins og t.d. persónuleg bréf, skilaboð eða endursögn um kvikmynd. Orðaforði: Nemendur vinna með orðaforða í tengslum við námsefnið. Lestur: Nemendur lesa smásögur og ýmiss konar léttlestrartexta.