BRID1BY03 - Byrjunaráfangi í bridds
Í þessum grunnáfanga í bridds er farið í alla helstu grunnþætti spilsins. Nemendur byrja á því að læra einfaldaða útgáfu sem nefnist míníbridds þar sem stigagjöf, spilamat, úrspilun og vörn eru í forgrunni. Í framhaldi af því er farið að spila hefbundið bridds með notkun sagnkerfis. Í þessum grunnáfanga læra nemendur Standard sagnkerfið í nokkuð einfaldri mynd. Í kennslustundum er blandað saman æfingum og spilamennsku. Töluvert er spilað á internetinu og skrá nemendur sig á BridgeBase þar sem hægt er að setja upp ákveðna tegund af spilahöndum og greina síðan spilin í hópumræðum á eftir. Í lok áfangans er stefnt að því að nemendur spili annað hvort í byrjendamóti eða einhvers konar keppni.
Slóð á áfanga í námskrá