LSTR3AA05 - List og menning í Austur Asíu
Í áfanganum fær nemandinn innsýn í list og menningu þjóða í Austur Asíu (Kína, Japan og S-Kórea og fl.) bæði í sögulegu samhengi og menningarumhverfi samtímans. Námið byggist á virkri þátttöku nemandans og frumkvæði þar sem hann kynnist fjölbreyttum listformum. Hann rannsakar þætti í menningarheimi sem er ólíkur hinum vestræna og hvernig samfélag, stjórnmál, tækninýjungar, trúarbrögð og saga hefur áhrif á þróun lista og menningar. Kannað verður samspil hefða nútímalistar og nemandinn vinnur verkefni bæði bókleg sem og verkleg verkefni þar sem áhersla er á sköpun, innsæi og menningarlæsi. Nemendur skoða Manga og anime, K-Pop, götutísku, Menningarbyltinguna í Kína, matarmenningu og listasögu samtímans í samhengi fortíðar svo eitthvað sé nefnt. Á önninni munum við mynda tengsl við japanska nemendur og loks verður svo kapp lagt á að fara í námsferð til Japan.
Markmið:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- Sjálfstæðri vinnu á skapandi hátt undir leiðsögn kennara að afmörkuðum verkefnum em tengjast viðfangsefnum áfangans.
- Hugtökum tengdum menningu og listum.
- List og menningu hins vestræna heims samanborið við hinn austræna.
- Taka virkan þátt í umræðum og samvinnu með umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Skoða og skilgreina listir og menningu í öðrum menningarheimi en hinum vestræna.
- Beita skapandi og gagnrýnni hugsun
- Tjá sig um eigin sköpun
- Skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum, leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra.
- Vinna á skapandi hátt í mismunandi miðlum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Geta greint hvernig samfélag speglast í listum og menningu.
- Geta fjallað um ólík listform í samhengi við hefðir, tækifæri, boðskap, nýjar stefnur og lífsstíl
- Geta greint félagsleg áhrif asískrar listar og hvernig áhrifin hafa breyst í tímanna rás og hvernig menningin getur haft áhrif á félagslega stöðu kvenna og LGBTQA+
- Geta unnið sjálfstætt að skapandi verkefni
- Miðla þekkingu sinni á verkfenum er tengjast umfjöllun og fyrirlestrum áfangans á munnlegan, skriflegan, verklegan og/eða með nýmiðlum.