Nemendur eiga rétt á að fá útskýringar á mati sem liggur að baki lokaeinkunn í áfanga. Í lok hverrar annar er sýningardagur námsmats þar sem nemendur geta óskað eftir nánari útskýringum á lokamati áfanga. Ef nemandi unir ekki þeim niðurstöðum getur hann snúið sér til skólameistara innan fimm daga og óskað eftir endurskoðun óvilhalls skoðunarmanns. Slík beiðni þarf að vera skrifleg og í henni þarf að koma fram rökstuðningur fyrir beiðninni. Skólameistari hefur þá milligöngu um að útvega skoðunarmann og er úrskurður hans endanlegur og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds sbr. grein 11.4 í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2. útg. 2012.