Umræður eru grundvallarþáttur í kennslunni þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi í þeim tilgangi að brjóta upp hefðbundið mynstur í kennslu. Áhersla er á uppgötvun, gagnrýna hugsun, umræður og ígrundun ásamt hefðbundnum kennsluaðferðum. Einnig eru fjölmörg verkefni unnin, bæði bókleg og verkleg. Unnið verður með samskipti í mismunandi formi og nemendur æfa sig í að túlka samskipti kynjanna. Í umræðum, einstaklings-, hóp- og paravinnu takast nemendur á við spurningar og verkefni sem eru til þess fallin að efla almennan þroska og persónulegt sjálfstæði.Til þess þurfa þeir að vinna með sjálf sig, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.