ÍÞRÓ1LH01 - Lífsstíll og heilsa
Í áfanganum er fjallað um næringu og mataræði og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann. Fjallað er um hvað felst í hollri og góðri næringu með tilliti til bæði íþrótta og daglegs lífs. Þá verða nemendur fræddir um gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti tengda skipulagi þjálfunar þar sem nemendur fá að gera eigin þjálfunaráætlun. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar, svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og eru hvattir til að tengja tölvu- og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að eigin áætlanagerð. +
Slóð á áfanga í námskrá