ÍSLE3YL05 - Íslenska - yndislestur
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreyttar bókmenntir. Nemendur velja af lista bókmenntaverk sem höfða til þeirra og setja sjálfir saman lesáætlun annarinnar í samráði við kennara.
Nemendur halda lesdagbók/vangaveltubók þar sem kemur fram hugleiðing þeirra og túlkun um bókmenntaverkin.
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi 6 til 20 bækur, það fer eftir því hvers konar bækur þeir hafa valið á listann. Nemendur velja eitt verk til að leita heimilda og kynna sér sérstaklega.
Nemendur þjálfast í að fjalla um og kynna viðfangsefni sín munnlega. Nemendur gera grein fyrir öllum bókmenntaverkum í samtali við kennara.
Slóð á áfanga í námskrá