ÍSLE3FS05 - Íslenska - skapandi skrif
Í þessum áfanga verður fjallað um ýmsar tegundir fagurbókmennta og birtingarform þeirra. Nemendur vinna fjölbreytt og skapandi verkefni í tengslum við eigin verk og annarra sem fela t.d. í sér ýmis konar umskrifun, túlkun og framsetningu. Nemendur afla sér heimilda um ýmislegt sem tengist viðfangsefni áfangans og almennri bókmenntafræði. Nemendur þreifa sig áfram með eigin texta af ýmsu tagi og skyggnast með þeim hætti inn í heim rithöfunda og skálda. Þeir spreyta sig jafnframt á því að skrifa stór og smá bókmenntaverk á ýmsu formi, bæði að eigin vali og í samráði við kennara. Áhersla er á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, öðlist víðsýni og beiti gagnrýnni hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
Slóð á áfanga í námskrá