ÍSLE3BB05 - Íslenska - barnabókmenntir
Í áfanganum er margvíslegt efni krufið, allt frá gömlum goðsögum til nýlegra barnabóka. Farið er yfir sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta og lesnar eru sögur sem fjalla um bernskuna sem og íslenskar þjóðsögur og evrópsk ævintýri sem hafa borist okkur í tímans rás. Lesnar eru barna- og unglingabækur frá ýmsum tímum og lögð áhersla á að nemendur átti sig á mikilvægi þess að ritaðar séu vandaðar barna- og unglingabækur og skoða þeir t.d. í því samhengi hugtökin fjölmenning og jafnrétti. Einnig fá nemendur þjálfun í lestri fræðigreina um menningarheim barna. Þá eru skoðaðar myndskreytingar í barnabókum og læra nemendur að greina tákn og skilaboð sem í myndunum leynast. Nemendur styðjast við verkfæri bókmenntagreiningarinnar til að kryfja efnið á skipulagðan hátt og fá með því móti betri yfirsýn og tækifæri til að njóta góðra bóka enn betur. Lögð er áhersla á þjálfun og færni í ritun (skv. APA-kerfi).
Slóð á áfanga í námskrá