Aðalumfjöllunarefnið eru afbrot. Farið verður í hugtakið frávik og fjallað um ólíkar tegundir frávika. Spurningunni af hverju einstaklingar fremja afbrot verður velt upp. Hvaða brot eru algengust og hvaða áhrif refsingar hafa á afbrot. Mismunandi tegundir afbrota verða ræddar. Kenningar í afbrotafræði eru notaðar til að auka skilning á viðfangsefninu. Fjallað verður um afbrot í sögulegu samhengi, jafnt á Íslandi sem og erlendis. Viðmið og gildi ólíkra þjóðfélaga til afbrota tekin fyrir.
Slóð á áfanga í námskrá