ENSK3UH05 - Undirbúningur fyrir háskólanám
Auknar kröfur eru gerðar til sjálfstæðis nemenda í námi og hæfileika þeirra til að koma þekkingu sinni skýrt og greinilega frá sér í ræðu sem og riti. Ætlast er til að nemendur sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að afla sér upplýsinga um tiltekin viðfangsefni tengd áfanganum sem og að þeir læri að nýta sér þau hjálpartæki sem þeir þurfa til ritunar og skilnings. Áfanginn miðar að því að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og að þeir þjálfist í að tileinka sér sérhæfðari orðaforða tengdum þeim fræðasviðum sem þeir hafa hug á að leggja fyrir sig í háskólanámi. Nemendur skulu getað tjáð hugsanir sína skýrt og óhikað hvort heldur sem í ræðu eða riti og beita rökum máli sínu til stuðnings. Meginviðfangsefni áfangans eru því þjálfun í fræðilegum orðaforða og vinnubrögðum.