ENSK2LM05 - Enska, málnotkun og tjáning
Áfanginn miðar að því að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður og að þeir þjálfist í að tileinka sér aukinn orðaforða. Nemendur skulu geta tjáð hugsun sína varðandi ólík efni í ræðu og riti og beitt rökum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum. Nemendur vinna viðameiri verkefni sem lúta að mismunandi menningu og siðum í löndum þar sem enska er töluð sem móðurmál eða ríkismál og bera saman við Ísland og íslenska menningu. Áfram verður unnið með undirstöðuatriði enskrar málfræði og málnotkunar, unnið verður með ýmiskonar efni frá mismunandi menningarheimum og með fréttatengt efni sem snertir málefni líðandi stundar.