EFNA2LE05 - Lífræn efnafræði
Í áfanganum er farið í grunnatriði lífrænnar efnafræði, þ.e. efnafræði kolefnis. Farið er yfir eðlis- og efnaeiginleika, skautun, byggingu, IUPAC-nafnakerfi og helstu flokka lífrænna efna. Einnig er farið yfir tengi lífrænna sameinda, hendni þeirra og helstu efnahvörf lífrænna efna. Skoðuð eru mettuð og ómettuð kolvetni sem og ýmsar gerðir alkana og aromata. Dregið eru upp samhengi helstu flokka s.s. alkohóla, aldehyda, ketona, lífrænnna sýra og sýruafleiða. Kynning á nitursamböndum, sykrum, fitu og próteinum. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda með samræðu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is