atóm, efnasambönd og efnahvörf, frumefni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: 5 einingar í stærðfræði á 2. þrepi.
Í þessum fyrsta áfanga í efnafræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum efnafræðinnar. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í þessari grein. Nemendur vinna saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: hrein efni og efnablöndur, eiginleikar efna, mælistærðir og tölur, markverðir tölustafir og óvissa, uppbygging atóma, jóna og sameinda, efnatákn og helstu efnabreytingar, lotukerfið, nafnakerfi ólífrænna efna, mólhugtakið, hlutföll í efnajöfnum, helstu tegundir efnabreytinga, styrkur lausna og þynningar, rafeindaskipan atóma og jóna.
Þekkingarviðmið
- meðferð og notkun talna í náttúruvísindum
- uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
- efnatáknum og helstu tegundum efnabreytinga
- mólhugtakinu
- hlutföllum efna í efnajöfnum
- mólstyrk efna í vatnslausn
- rafeindaskipan atóma og jóna
Leikniviðmið
- meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
- nota lotukerfi og jónatöflu
- setja upp efnajöfnu og stilla hana
- beita mólhugtakinu og vinna með tengsl þess við hlutföll í efnajöfnum
- skrifa rafeindaskipan atóma og nota hana til að spá fyrir um hleðslu jóna
- nota gögn eins og lotukerfi, jónatöflur og aðrar töflur við lausn verkefna
- meðhöndla efni og áhöld og framkvæma verklegar æfingar
- setja fram niðurstöður verklegra æfinga
- fylgja öryggisreglum á rannsóknarstofu
Hæfnisviðmið
- lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
- gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra náttúrufræðigreina
- meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
- útskýra og draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga
- sjá notagildi efnafræðinnar í daglegu lífi og við tækniþróun samfélagsins
- geta fylgst með og tekið þátt í upplýstri umræðu og mótað afstöðu til málefna er snerta vísindi, tækni og samfélag
- vera læs á vísindafréttir sem tengjast sviði áfangans
Nánari upplýsingar á námskrá.is