Undirbúningur fyrir háskólanám
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. 10 einingar í ensku á 2. þrepi.
Áfanginn er undirbúningur undir háskólanám og nemendur þjálfast í að tileinka sér aukinn orðaforða vísinda og fræða. Nemendur vinna einstaklingsverkefni sem tengist námsvali og áhugasviði. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum svo sem kynningum og stærri ritunarverkefnum, sem fela í sér fjölbreytta upplýsingaöflun og heimildavinnu. Við kennsluna verður nýtt fjölbreytt efni, s.s. fréttir, heimildamyndir og ýmiskonar textar.
Þekkingarviðmið
- þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
- rithefðum sem við eiga í textasmíð
- helstu aðferðum við að skipuleggja og skrifa fræðilegan texta á ensku
- því hvernig meta má gæði heimilda
Leikniviðmið
- lesa sér til fróðleiks og ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni fræðilegs eðlis
- lesa fjölbreyttar gerðir texta, sér í lagi fræðilega
- beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
- tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
- skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
Hæfnisviðmið
- beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er fræðilegt efni
- flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
- skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
- nýta sér nýjan orðaforða í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is