lestur og menning, tjáning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf.
Unnið verður með fjölbreytt efni frá mismunandi menningarheimum og með fréttatengt efni sem snertir málefni líðandi stundar. Áhersla er lögð á að auka færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Nemendur tjá sig um ólík efni í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
Þekkingarviðmið
- helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
- orðaforða í tengslum við efni áfangans
- mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta
- ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
Leikniviðmið
- lesa fjölbreyttar gerðir texta í formi bókmennta, texta almenns eðlis og aðra texta sem tengjast efni áfangans
- tjá sig með skýrum hætti í ræðu eða riti um málefni sem hann hefur kynnt sér
- beita viðeigandi hjálpargögnum við lestur og ritun ýmissa texta
Hæfnisviðmið
- skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
- tileinka sér efni/inntak margvíslegra texta
- tjá sig skýrt og lipurlega fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
- skrifa læsilegan texta um sérvalið efni frá eigin brjósti
- hagnýta í ræðu og riti þann orðaforða sem áfanginn byggir á
- eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
Nánari upplýsingar á námskrá.is