STAR1AÞ05 - Starfsnám með áherslu á atvinnuþátttöku

Atvinnuþátttaka

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á að kynna sér ýmis störf og mismunandi vinnustaði. Námið felur í sér að nemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum og verklagi. Starfsnám getur farið fram í skólanum og úti á vinnustöðum. Með því að tengja námið við vinnustaði öðlast nemendur oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður oft skýrari.

Þekkingarviðmið

  • Fjölbreyttum vinnustöðum
  • Að þjálfun og undirbúningur er mikilvægur áður en farið er út á vettvang
  • Mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum
  • Þeim hættum sem geta verið í starfsumhverfinu

Leikniviðmið

  • Beita fjölbreyttu verklagi
  • Vinna eftir skipulagi
  • Mæta til vinnu á réttum tíma
  • Fylgja hreinlætisreglum á vinnustað
  • Fylgja samskiptareglum á vinnustað

Hæfnisviðmið

  • Taka þátt í atvinnulífinu
  • Vinna verkefni sjálfstætt eða eftir leiðsögn
  • Hafa trú á eigin færni og sjálfstraust til þess að takast á við ný verkefni
  • Biðja um aðstoð ef þess þarf
  • Tilheyra starfsmannahópi
Nánari upplýsingar á námskrá.is